top of page
Heim: Welcome
Trúboð (3).png

Fyrsta skrefið Játning

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

Rómverjabréf 10:9-10

Trúboð (5).png

Annað skrefið Iðrun og niðurdýfinga skírn
Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda. Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.
Postulasagan 2:38-39

Trúboð (2).png

Þriðja skrefið er Samfélag
Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans. Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu
Postulasagan 2:46-47

Heim: Testimonials

Er þér lofað morgundeginum?

Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan. 

Jakob 4:1

Er það ekki augljóst?

 Það sem vitað verður um Guð blasir við þeim. Guð hefur birt þeim það.  Ósýnilega veru hans, eilífan mátt og guðdómstign má skynja og sjá af verkum hans allt frá sköpun heimsins. Því eru mennirnir án afsökunar. 

Róm 1

Hvernig vitum við að Jesú er Guð

Yfir 300 spádómar í Gamla testamentinu fjalla um komu Krists. Þeir spá m.a. fyrir um fæðingarstað hlutverk hans og dauða. 

Nafn Jesú þýðir Guð Er hjálpræðið. 

Jesús spurði lærisveina sína einu sinni þessa spurningu:

"En þér, Hvern segið þér mig vera?"

Spámaður með nýja kennslu?,Læknir fyrir sjúka?,Frelsari heimsins?

Jesús fullyrti hvert af þessu, en síðast en ekki síst, hann sagðist vera Guð kominn í holdinu.

Í upphafi tímans kveikti hann í mannkynssögunni þegar hann talaði. Hann blés lífi í lungu fyrsta mannsins og konunnar - og allra sköpunarinnar sjálfrar.

En við gerðum uppreisn. Við snerumst gegn konungi okkar og fylgdum okkar eigin vegum, þó það myndi kosta okkur lífið. Synd okkar eitraði hið fullkomna sköpunarverk hans og víkur fyrir veikindum, ranglæti og dauða.

Syndin skildi okkur frá hvert öðru og frá Guði.
 

Afhverju kom jesú? 

En í stað þess að víkja mannkyninu frá sér sendi Guð son sinn inní sköpuna hans - þann heim sem er brotinn  af syndum okkar. Hann andaði að sér lofti, varð mannlegur eins og við.

Hann lifði fullkomnu lífi - því sem Guð ætlaði okkur að lifa - og kallaði okkur til að iðrast syndar okkar og fylgja hans fullkomna fyrirdæmi í trú.

Sumir trúðu orði hans og viðurkenndu að hann væri frelsari heimsins. Aðrir neituðu honum. Þeir krýndu hann þyrnum og myrtu hann. Þeir höfnuðu honum og það höfum við líka gert.

En Guð hafði áætlun. Jesús gaf sig fúslega fram til að deyja á krossi til að frelsa okkur frá dómi Guðs og dauðanum sem við eigum skilið.

Á þeim krossi skipti hann uppreisn okkar fyrir hlýðni sína. Brotni okkar fyrir fullkomnun hans.

Sonur Guðs dó svo við gætum lifað.

Og á þriðja degi reis hann aftur til lífsins og sigraði dauðann að eilífu.

Og nú situr hann í hásæti himinsins og býður öllum þeim sem iðrast og treysta á hann líf fyrir heilagan anda.

 

hvað þýðir það fyrir okkur 

Jesús er konungur konunganna.

Þú getur annað hvort krýnt hann eða krossfest hann. Það er enginn millivegur. annað hvort ertu með honum eða á móti.

Enginn mun nokkurn tíma spyrja þig mikilvægari spurningar en þeirrar sem Jesús spurði:

Hvern segir þú mig vera?

 

Hafðu samband

Search
Heim: Contact
Heim: Blog2
bottom of page