top of page

Skírnarfræðsla


Það eru tvær skírnir sem sérhver trúaður maður gengst undir,

  1. Skírn í vatni

  2. Skírn í Heilögum anda.


Hvernig fer skírnin fram


Bókstafleg merking gríska orðsins "baptizo" er að dýfa niður, dýfa undir Orðið þýðir því : Að dýfa í vatn, þannig að fari á kaf eða fljóti yfir. þar með sjáum við þar sem nokkrir dropar eru látnig falla á höfuð ungabarns er í ósamræmi við það sem er verið að tala um hér. Skírn er fyrir trúaða en ekki smábörn. Það er aðeins siður sem við höfum í samfélagi okkar í dag sem hefur rætur sínar í kaþólskukirkjuni á miðaldartímum þegar ungbarna dauði var algengur og fólk óttaðist hvern börnin færu vegna vanþekkingar á orði guðs.


Hvenæar er skírn í vatni fram?


eftirfrandi vers segja greinilega að þeir sem heyrðu, trúðu og tóku á móti fagnaðarerindinu um Guðsríki, fylgdu því eftir með því að láta niðurdýfast.


  • Mark. 16:16 Sá sem trúr og skírist mun hólpinn verða.

  • Post. 8:12-15 Heiðingjar Trúðu og voru skírðir

  • Post 8:35-38 Maður frá Eþíópíu trúði og lét skírast

  • Post 10:47-48 Pétur sagði að heiðingjar skyldu skírast.

  • Post 19:4-5 Efesusmenn trúðu og voru skírðir


Hvarvetna í gegnum Nýja testamentið er skírn tengd afturhvarfi. Frumirkjan þekkti ekkert afturhvarf sem var ekki fylgt eftir með skírn. Sérhver sem tók trú,skírður, venjulega samdægurs.Í Skírninni gerum við sáttmála við Jesú.


Með þessu trúarskrefi, þar sem maður snýr frá synd til Guðs, tengist maður dauða krists, greftrun og upprisu. Um leið viðurkennir maður að það sé eina leiðin til að hljota eilíf líf. Hann dó, var grafinn og res upp aftur fyrir okkur. Skírn í vatni er því opinber viðurkenning á þessari staðreynd


1.Pétur 3:21 skírn sem nú bjargar þér - ekki til að fjarlægja óhreinindi af líkamanum heldur loforð um hreina samvisku til Guðs Eða ákall til Guðs um hreina samvisku. sem, bjargar þér með upprisu Jesú Krists,


Í skírnini gerir þú og Guð sáttmála. Sbr. Hjónabandssátmálann. Þegar tvö lofa í viðurvist vitna, að þau muni elska og vera trú hvort öðru, þar til dauðinn skilur þau að, þá hefur því eitthvað gerst milli þeirra áður. þau urðu ástfangin hvort af öðru en nú játa þau þetta í viðurvist vitna. Þannig er þessu einnig háttað með skírnina. Við lofum Guði að Jesú Kristur skuli vera Herra okkar og hans orð lög okkar. Guð lofar að við skulum verða hans börn og hann muni vera með okkur alla daga. hann frelsar okkur um tíma og eilífð. þetta er ytri vitnisburður um eitthvað mikið sem gerst hefur með okkur. Samkvæmt Péturspréfinu, frelsuðust þeir sem voru í örkinni frá dómi Guðs, sem kom yfir þáverandi heim. Þetta er ímynd jesú sem frelsar okkur frá dómi Guðs.


Skírn í vatni er aðskilnaður frá okkar gamla eðli.


Rétt eins og drengir í Ísrael á dögum Gamla testamentisins voru umskornir líkamlega, þannig hljóta nýfædd börn Guðs nú á dögum andlega umskurn í skírninni, eða umskurn hjarta síns fyrir trú. Gamla eðlið er skorið í burt og verðu rekki lengur ráðandi afl í líf okkar.

Sbr. 5.Mós 30:6 og Kól 2:11-12


Derek Prince segir í bók sinni burial by Baptism "Eitt er ljóst við greftrum ekki mann til þess að deyða hann. Maðurinn verður þegar að vera dáinn til þess að við höfum rétt til að jarða hann. á sama hátt verður gamla eðlið að vera dáið fyrir trúna á Krist áður en við getum greftrað það í skírninni.


Hvers vegna skírn í vatni?

Þegar við óskum eftir skírn í vatni verður hjarta okkar að vera hreint. Skírnin sýnir Drottinvald Krist í lífi okkar. Hún er hlýðnispor gagnvart kristi - gagnger yfirlýsing um það að við kunnum að taka við skipunum frá Drottni okkar sem sagði: "Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírð þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður." Matt. 28:19-20 Með því að láta skírast lýsi ég yfir elsku minni til Jesú Kristþ Því að Jesús sagði: "Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín." Jóh. 14:15 Guðleg skipunin sem Pétur boðaði þeimsem leituðu Guðs á hvítasunnudag var þessi: "Gjörið iðrun og látið skírast... þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda. Post. 2:37-38.


Guð byggir heilbright, andlegt líf á þessum byrjunaratriðum: að við iðrumst, trúum, látum skírast og tökum við gjöf heilags anda.


1.Pétur 3:18-22. Skírnin var fyrirmynuð í Nóaflóðinu og vatnið í skírninni frelsar okkur á sama hátt og vatnið frelsaði Nóah. Vatnið aðskildi Nóa frá spilltum heimi. Skírnin aðskilur okkur frá gamla eðlinu. Sbr. 1.Mós 7:21 og 1.Kor. 10:1-4Comentarios


Post: Blog2 Post
bottom of page