top of page

Frelsisbænin


Jesú Kristur ég játa þig sem Drottinn minn og frelsara. Ég trúi því að Jesú hafi dáið fyrir syndir mínar og risið upp frá dauðum. Ég bið þig að koma inn í líf mitt á þessu augnarbliki ég bið þig að fyrirgefa mér allar syndir mínar. Ég vill treysta og fylgja þér sem mínum frelsara viltu hreinsa mig með blóði þínu og veita mér heilagan anda í Jesú Nafni, Amen.



" En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.

-Jóh 1:12


En þetta er ekki eina skrefið.


"Jesús svaraði: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi.

-Jóh 3:5-6


Áður en við höldum áfram með það. Þurfum við sjá byrjunina


Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál. 1.mós 2:8


Og Drottinn Guð bauð manninum og sagði: “Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.” 1:mós 2:16-17


Hvað gerðist þegar Adam féll?


Höggormurinn sem er satan í þessari sögu. Tældi Evu með að láta hana efast um Guðs orð til að bíta af eplinu og hún bauð Adam að gera hið sama þegar Guð kom að þeim i aldingarðinum þá faldi Adam sig og skammaðist sín Og þegar Guð spurði hann útí hvort hann hafi bitið af eplinu kenndi hann konuni um og sagði við Guð konan sem þú gafst mér lét mig bíta af eplinu þar sjáum við um leið og aðskilnaður átti sér stað eftir að syndinn kom í heiminn.


Var sjálfs elska og sjálfsvarðveisla ríkjandi koll af kolli færa þau sökina annað en á sjálfum sér Guð sagði jafnskjótt og þau myndi eta af eplinu myndu þau deyja þau dóu ekki líkamlegum dauða. Heldur Andlegu lífi um leið og synd kom inní heiminn kom dauðinn því laun syndarinnar er dauði.


En náðar gjöf Guðs er eilíft líf í Jesú Kristi


Þarna sjáum við að okkur að fæðast á nýju til að eignast andlegt líf á ný með Guði og til þess er Jesús Kristu sendur í heiminn hann er Vegurinn sannleikurinn og lífið og enginn kemur til föðursins nema fyrir hans verknað. Finnst þér sjálfs elska vera ríkjandi í heiminum í dag?



Hvað er að fæðast af vatni og anda?


Jóhannes segir Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.”

-Matteus 3:11-12


Í þessari ritningu er talað um tvær skírnir 1.Vatni til iðrunar 2.Heilögum anda

Hér sjáum við framkvæmt af Niðurdýfinga skírn til að skilja hvernig hún lítur út.




Jóhannes kom fram til að undirbúa veg drottis með Iðrunar skírn eftir þjónusta hans var lögð niður þegar Jesú hóf sína þar sem lærisveinar hans skíra í hans nafni svo er skírn heilags anda sem er skírn sem yfirleitt á sér stað eftir niðurdýfinga skírn.


Við þurfum að iðrast okkar fyrralíf og snúa til Guðs


“Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda. Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.

-Postulasagan 2:38-39


Iðrun er að sjá eftir viðsnúningur 180gráðu beygja fara frá því að fylgja háttsemi þessa heims yfir því að fylgja Jesú sú iðrun er þarna staðfest í verki þar að segja skírn



Við sjáum í 3.kafla í Matteus um leið og Jesu hafði tekið skírn opnaðist himininn yfir hann og heilagur andi kom yfir hann og rödd kom af himnum. Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á um leið leiddi andinn hann í eyðimörkina og honum var freistað af djöflinum. Þar fastaði Jesú í 40daga og þegar hann var orðinn hungraður. þá kom freistarinn (djöfulinn) og sagði við hann ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum.

Sjáðu hvað djöfulinn reynir um leið og hann er uppa sitt veikasta reynir hann að stela opinberuninni og staðfestinguni sem guð var búinn að gefa honum.


Sama mun hann reyna við þig í gegnum þennan ferill svo ég hvet þig haltu áfram ekki gefast upp.


Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

-Efesusbréfið 6:12


Sannleikurinn mun alltaf sigra lygina


"Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa."

-Jóh 8:31-32


Jesús er dyrnar að hjálpræðinu. Nafn Jesú Þýðir á hebresku Guð er Hjálpræðið


Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.

-Jóh 10:9-11


Hvað er synd?


Við þurfum að skilja að synd er að missa til marks þess sem Guð skapaði okkur til að vera og synd fjarlægir okkur frá Guði því Guð er heilagur og getur ekki átt samfélag við þann sem er í synd þess vegna þurfum við að deyja undan syndinni


Hvað merkir skírn?


Skírn merkir semsagt greftrun okkar gamla mans þegar við förum ofan í vatnið erum við að grafa okkar gamla mann þegar við rísum uppúr vatninu merkir það að við séum að risa upp lykt og hann þar með deyr okkar gamli maður og upp rís ný sköpun í kristi hið gamla varð að engu og nýtt er orðið til við í raun hvort sem þér líkar það eða ekki þá lifir þú fyrir skírn undir lögmáli Guðs


Rómverjabréfið 7 kafli útskýrir fyrir okkur að eins og gift kona er bundinn manni sínum uns hann deyji eins erum við bundinn lögmálinu uns því að við deyjum og það er meira á bakvið það að vera undir lögmáli og hafa brotið eitt af þeim minstu brotum fylgjir bölvanir og til eru allskonar ættarbölvanir og framvegis þegar við gröfum okkar gamla mann hefur ekki neitt tilkall í okkur lengur


við erum ný sköpun og við erum þá þess hæf að vera gefinn öðrum þar að segja frá lögmálinu til Krists sem er náðargjöf guðs. Náðargjöf þýðir umvilja góður greiði guðs það er ekkert sem við gátum gert til að eiga það skilið.


Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

-Jóh 3:16-17


Hvers virði erum við?


Verð gildi á vörum virkar þannig að það er upphæð og verðgildið kemur frá því hversu mikið fólk er tilbúið að borga fyrir hana. Himnaríki varð gjaldþrota til að greiða fyrir þig þú hefur himneska köllun og verðgildið þitt er meira en þessi sköpun.


þegar þér voruð greftraðir með Kristi í skírninni. Í skírninni voruð þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna á mátt Guðs, er vakti hann upp frá dauðum.

Þér voruð dauðir sökum afbrota yðar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði yður ásamt honum, þegar hann fyrirgaf oss öll afbrotin. Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn. Hann fletti vopnum tignirnar og völdin, leiddi þau opinberlega fram til háðungar og hrósaði sigri yfir þeim í Kristi.

-Kólussubréfið 2:12-15


Jóhannesarbréf 14-16kafli útskýrir fyrir okkur að enginn kemur til Jesú krists nema faðirinn kalli hann þú getur ekki komið til trúar á Jesú kristi nema þú sért valinn það er andi sem verkar í þeim sem ekki trúar og það er andavald í þessum heimi aðeins Jesú kristur getur gefið þér sigur og vald yfir öllu því sem er illt.

Þessi tákn fylgja Lærisveinum hans þeir kasta út íllum öndum, Tala á nýjum tungum, Og leggja hendur á sjúka og þeir læknast. Drottin mun staðfesta boðun þína með undrum og táknum.


Við vorum dauð

Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda, sem þér lifðuð í samkvæmt aldarhætti þessa heims, að vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú starfar í þeim, sem ekki trúa. Vér lifðum fyrrum allir eins og þeir í mannlegum girndum vorum. Þá lutum vér vilja holdsins og hugsana vorra og vorum að eðli til reiðinnar börn alveg eins og hinir. En Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, hefur hann endurlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum dauðir vegna misgjörða vorra. Af náð eruð þér hólpnir orðnir.

-Efesubréfið 2:1-5


Ritningin kennir okkur


það eru Lærisveinar Jesú sem Niðurdýfa skíra fylgjendur hans í nafni Jesú Krist fyrir fyrirgefningu synda þeirra og gjöf heilags anda einnig sjáum við að lærisveinar jesú biðja fyrir þeim sem niðurdýfinga skírn taka að þeir öðlist heilagan anda það er Jesú sjálfur sem framkvæmir Heilags Anda skírn og við sjáum líka að hún fylgir með táknum sem Tungu tali og spádomsgift og táknum. Okkur ber að öðlast báðar skírnir. Heilagur andi gefur okkur kraft til að bera vitni ásamt mun fleiri gjöfum. Heilagur andi er Andi Guðs.


En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir

-Postulasagan 1:8


Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, 17anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar.

-Jóhannes 14:16-17


En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður

-Jóhannes 14:26


Og sú smurning, sem þér fenguð af honum, hún er stöðug í yður, og þér þurfið þess ekki, að neinn kenni yður, því smurning hans fræðir yður um allt, hún er sannleiki, en engin lygi. Verið stöðugir í honum, eins og hún kenndi yður.

1.Jóh 2:27


Biðjið og yður mun gefast


Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Er nokkur sá faðir yðar á meðal sem gæfi barni sínu höggorm ef það biður um fisk eða sporðdreka ef það biður um egg? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann.“

Lúkas 11:9-13



Ef þú hefur áhuga af því að vita meira.

Hafðu samband og við getum sest niður saman og rætt um þetta yfir kaffibolla eða mat.



Lestu þennan lista
Jóhannes kafla 14 og 15
Rómverjabréfið kafla 5-7

Kólussubréfið kafla 1-3

Efesubréfið kafli 2





Comentários


Post: Blog2 Post
bottom of page