top of page

TC Skólinn

Alla virka morgna frá 09:00-12:00

Fyrir alla

Við tökum við öllum þeim sem vilja efla sig í edrúmensku, lífinu alment og á trúargöngunni með Guði. Hver og einn einstaklingur er mikilvægur og verðmætur og við trúum þvi að það sé enginn of ílla farin eða langt genginn. Það er von fyrir alla.

Þetta er vettvangur fyrir alla þá sem vilja vinna í sér, horfast inn á við og gangast við ábyrgð á lífi sínu. Þetta er ekki auðvelt námsefni sem farið ef yfir en skilar einnig árangri í takt við það.

Við vinnum mikið með fólki sem kemur úr meðferð, fólki sem hefur átt erfitt uppdráttar í lífinu. Það er þó ekki skilyrði, allir velkomnir. Eina skilyrðið sem við setjum er að fólk komi ekki undir áhrifum í skólann og hafi vilja og fúsleika til þess að vinna í sér.

Hvar og hvenær

Við erum staðsett í kaffisal Fíladelfíu, Hátúni 2.
Þar erum við með dagskrá í gangi alla virka morgna frá 9:00-12:00.

Hvað fer fram

Við erum með tvo hópa í gangi.
Opinn hóp og TC skólann. og er það gert með það í huga að geta tekið við hverjum sem er. Í opnum hópi er verið að vinna með mætingu, edrúmensku og grunnstoðir í lífinu. Farið er yfir kennslur eins og hvað ábyrgðarkennd er, hættan við leyndarmál, lýgin um annríki, að sigrast á ásakndi röddum, byggja upp lífstíl. Þessar kennslur, ásamt fleirum, miða að þvi að undirbúa þau fyrir skólann. Markmiðið er að þau nái lágmarks jafnvægi áður en þau fari á næsta þrep - skólann.

Skólinn sjálfur er svo staður þar sem þau vinna með ábyrgð. Þau þurfa að vinna heimavinnu, mæta á réttum tíma og sinna ákveðnum ábyrgðarverkefnum. Þau fara í gegnum efni sem tekur á mörgum þáttum lífsins ásamt þvi að efla þau á trúargöngunni. Kennslur eins og viðhorf, freistingar, persónulegt samband við aðra, að elska og sættast við sjálfan mig og fleira. Allt í allt 14 námskeið.

Morguninn er tvískiptur, annarsvegar morgunstund sem byrjar kl 9 og þar eru báðir hópar saman. Þar hefjum við oft daginn með lofgjörð og fáum til okkar góða gesti sem deila smá  hugvekju með okkur. Einnig eiga sér stað bænastundir, umræður og tími til að deila. Svo annrsvegar tími fyrir kennslu þar sem kennt er í rúma klukkustund. Síðast en ekki síst er gefinn tími til að ástunda lærdóm dagsins og vinna í verkefnabók.

144234769_256555152755965_316955034077110127_n.jpg
bottom of page